Fara í efni

Sauðfé í landi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1907011

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 206. fundur - 26.08.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. júní 2019 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra, varðandi lausagöngu sauðfjár í landi sveitarfélagsins við Sauðárkrók.
Upplýst er á fundinum að brugðist hafi verið við ábendingum og lausnir til að lágmarka ágang búfénaðar í bæjarland Sauðárkróks ræddar.
Landbúnaðarnefnd áréttar skyldur búfjáreigenda innan þéttbýlis að halda búpeningi sínum innan girðingar.