Fara í efni

Skólaakstur - undanþága f. leikskólabarn

Málsnúmer 1905011

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 01.07.2019

Erindi hefur borist frá Þorgils Magnússyni, Stóra-Holti, þar sem hann óskar eftir að 3ja ára gamalt barn hans fái að nota skólarútuna á milli heimilis og leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Eldri bróðir barnsins er að hefja nám í grunnskólanum á Hofsósi. Systkinin hafa fram til þessa verið í leikskóla á Siglufirði. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leik- og grunnskólastjóra um fyrirkomulag og farið yfir skilmála um öryggisbúnað í bifreiðunum og fleira. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa.