Fara í efni

Öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók

Málsnúmer 1904185

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 59. fundur - 26.04.2019

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Þórólfi Hafstað, jarðfræðingi frá ÍSOR, um möguleika á öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 870. fundur - 12.06.2019

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom til viðræðu um málefni vatnsveitu undir þessum dagskrárlið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 60. fundur - 13.06.2019

Farið var yfir stöðu mála vegna neysluvatns á Sauðárkróki.
Á síðustu dögum hefur tvívegis komið til þess að matvælafyrirtæki á Sauðárkróki hafa verið beðin um að stytta vinnsludaga vegna skorts á vatni.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 12.08.2019

Farið var yfir vinnu vegna öflunar á auknu neysluvatni fyrir Sauðárkrók.
Í júlímánuði voru boraðar fjórar kaldavatnsholur, tvær í Veðramóti og tvær í Skarðsdal. Borunin tókst vel og er ljóst að holurnar munu bæta stöðu kaldavatnsmála á Sauðárkróki til muna.