Fara í efni

Samstarf um átakverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 1903166

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019

Lögð er fram tillaga um að félags- og tómstundanefnd mæli með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann.
Félags- og tómstundanefnd fagnar þessu mikilvæga framtaki og samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 862. fundur - 03.04.2019

Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi samstarf um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi. Mælt er með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Vísað frá 862. fundi byggðarráðs frá 3. apríl 2019 þannig bókað:
Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi samstarf um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi. Mælt er með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsing borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með níu atkvæðum.