Fara í efni

Fasteignagjöld - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 845. fundur - 20.11.2018

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2019:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Vísað frá 845. fundi byggðarráðs 20. nóvember 2018 til samþykktar sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2019:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.