Fara í efni

Tillaga fyrir byggðarráð - rekstur upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 1810158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 843. fundur - 30.10.2018

Tekin fyrir svohljóðandi tillaga vegna upplýsingamiðstöðva í Skagafirði:
Lagt er til að auglýst verði eftir rekstraraðilum að upplýsingamiðstöðvum um allan Skagafjörð með það að markmiði að ná fram hagræðingu og aukinni þjónustu við upplýsingagjöf til ferðamanna. Mikilvægt er að sveitarfélagið geti með sem markvissasta og hagkvæmasta hætti veitt ferðamönnum þjónustu og stuðlað að fjölgun þeirra í héraði.
Bjarni Jónsson, VG og óháð

Meirihluti byggðarráðs óskar bókað:
Meirihluti byggðarráðs er sammála um að núverandi fyrirkomulag á upplýsingamiðstöðvum í sveitarfélaginu hafi reynst vel þar sem Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og sveitarfélagið sjálf sinnti þessu á Sauðárkróki í fjölda ára en Puffin and friends síðustu tvö ár. Meirihluti byggðarráðs leggst því gegn þeirri tillögu að bjóða rekstur upplýsingamiðstöðva út að svo stöddu.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Í ljósi þeirra samninga sem gerðir hafa verið við einkaaðila um rekstur upplýsingamiðstöðva að undanförnum árum er synd að þessari tillögu sé hafnað. Að auglýst sé eftir rekstraraðilum stuðlar bæði að hagkvæmni í rekstri sem og betri verkferlum og gegnsæi í starfsemi sveitarfélagsins hvað þetta varðar.

Sveinn Finster Úlfarsson áheyrnarfulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Tillaga þessi að bjóða út upplýsingamiðstöðvar er ekki best fyrir sveitarfélagið. Þetta er best gert með samningum eins og gert hefur verið í Varmahlíð við Alþýðulist og við Puffin and friends á Sauðárkróki.