Starfsmannafundi leikskóla - fyrirkomulag 2019
Málsnúmer 1810118
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 136. fundur - 29.10.2018
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi starfsmannafunda í leikskólum Skagafjarðar kynnt. Tillagan gengur út á að fundað verði að vinnutíma loknum. Starfsmenn geta tekið fundartíma út í fríi, tíma á móti tíma, ásamt því að greitt verður yfirvinnuálag vegna þeirra. Áætlaður kostnaðarauki vegna þessa eru rúmar þrjár milljónir króna. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir að tekið verði tillit til þessa í fjárhagsáætlun leikskólanna fyrir næsta ár. Tillagan kemur til framkvæmda 1.jan. 2019 og verða skóladagatöl uppfærð í samræmi við samþykkt þessa.
Áheynarfulltrúar voru: Guðbjörg Óskarsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Anna Á. Stefánsdóttir