Skipulags- og byggingarnefnd - 330
Málsnúmer 1809021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 374. fundur - 18.10.2018
Fundargerð 330. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 330 Til þessa fundar Skipulags- og byggingarnefndar var sveitarstjórnarfulltrúum sérstaklega boðið. Tilgangur fundarins er að fara yfir þá breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breytingartillagan, vinnslutillagan, gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ raðgjöf og Arnór Halldórsson lögmaður hjá Megin lögfræðistofu fóru yfir tillöguna og lagaumhverfi tengt þessum aðalskipulagsbreytingunum.
Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.