Fara í efni

Fyrirspurn vegna útboðs skólaaksturs

Málsnúmer 1806292

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 133. fundur - 04.07.2018

Fyrirspurn vegna útboðs skólaaksturs. Á fundi fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. samþykkti nefndin að bjóða út skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023. Leitað var eftir aðstoð verkfræðistofunnar Stoðar ehf. við gerð útboðsgagna. Tvö tilboð bárust í leiðir 10.1-10.3, Þrasastaðir- Hofsós sem hvorugt uppfyllti þarfir sveitarfélagsins fyrir flutning skólabarna á þessari leið. Tilboðum beggja bjóðenda var því hafnað en þeim jafnframt gefinn kostur á að bjóða á nýjan leik með þeim skilmálum að boðin uppfylltu þarfir sveitarfélagsins fyrir skólaakstur á þessari leið. Að frumkvæði bjóðenda var samþykkt að ganga til samninga við báða aðila á grundvelli óska þeirra um samstarf og skiptingu skólaakstursins á milli sín. Fræðslunefnd vill taka fram að hún hefur mikinn skilning á aðstæðum barna í Fljótum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 29.08.2018

Lagt fram erindi foreldra í Fljótum um skólaakstur. Erindið er framhald erindis sem afgreitt var á síðast fundi fræðslunefndar. Í erindinu koma fram spurningar sem m.a. lúta að öryggi við skiptistöð í Fljótum. Sem svar við því er vísað í bókun hér að ofan sem varðar sama málefni. Að öðru leyti er vísað í útboðsgögn og reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um reglur um skólaakstur í dreifbýli, þar sem m.a. er ákvæði um ábyrgð bifreiðastjóra og ástand bifreiða gagnvart aðstæðum þegar veður eru slæm.
Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við bílstjóra um möguleika á öðrum útfærslum á akstursleiðinni og jafnframt fara ítarlega yfir öll öryggissjónarmið. Komi í ljós verulegir annmarkar á þessu fyrirkomulagi verður málið tekið upp að nýju.