Fara í efni

Túngata 10, Hofsósi

Málsnúmer 1806247

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 830. fundur - 28.06.2018

Bynhildur D. Bjarkadóttir eigandi Túngötu 10, Hofsósi, hefur ákveðið að bjóða sveitarfélaginu fasteignina til kaups. Í húsnæðinu er Leikskólinn Tröllaborg (Barnaborg) starfræktur í dag til bráðabirgða þar til leikskólinn flytur í nýtt húsnæði.
Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina svo starfsemi leikskólans raskist ekki ef nýbygging leikskólans er ekki tilbúin þegar leigusamningi lýkur þann 1. maí 2019. Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera kaupsamning við eiganda Túngötu 10 á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.