Fara í efni

Víðimelur (146083) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1801090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 316. fundur - 19.01.2018

Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar eru S-101 í verki 7806-01, dags. 5. janúar 2018.
Erindið er lagt fyrir í tveimur hlutum:
í fyrsta lagi er sótt um að skipta lóð úr landi jarðarinnar sunnan Hringvegar (1) og vestan Skagafjarðarvegar (752), lóðin er merkt Víðimelur, Suðurtún á meðfylgjandi uppdráttum og er óskað eftir það verði heiti lóðarinnar. Stærð lóðar 168.240 m2. í örðu lagi er óskað eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel (landnr. 146083) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.