Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Jónssyni um að fallin væri niður sú friðun sem sett var á innsta hluta Skagafjarðar fyrir veiðum með dragnót. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.október s.l.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka bókun sína á fundi ráðsins þann 12.október s.l. þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins á breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki sem varað hefur s.l. 7 ár á Skagafirði. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót og leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Sveitarfélagið harmar að ekki hafi verið tekið tillit til umsagnar sveitarfélagsins sem send var frá sveitarfélaginu þann 13.október s.l. og ítrekað þann 31.október s.l. Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka bókun sína á fundi ráðsins þann 12.október s.l. þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins á breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki sem varað hefur s.l. 7 ár á Skagafirði. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót og leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Sveitarfélagið harmar að ekki hafi verið tekið tillit til umsagnar sveitarfélagsins sem send var frá sveitarfélaginu þann 13.október s.l. og ítrekað þann 31.október s.l. Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.