Greiðslur til sveitarfélaga vegna kostnaðar við alþingiskosningar 2017
Málsnúmer 1710195
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 798. fundur - 02.11.2017
Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneyti til allra sveitarfélaga vegna greiðslu kostnaðar við alþingiskosningar 28. október 2017. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, kjörkassa og önnur áhöld vegna kosninganna.