Sérstakt strandveiðigjald til hafna
Málsnúmer 1710186
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 798. fundur - 02.11.2017
Lagt fram bréf frá Fiskistofu sem greinir frá því að í sumar hafi verið innheimt sérstakt gjald af strandveiðibáðum. Gjaldið á að greiða hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 1.maí 2017 til 31.ágúst 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fær greitt kr. 93.340 vegna Hofsóshafnar og 357.720 vegna Sauðárkrókshafnar.