Fara í efni

Áætlunarflug í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks

Málsnúmer 1710168

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 50. fundur - 30.10.2017

Lagt fram til kynningar minnisblað um fyrirhugað áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 798. fundur - 02.11.2017

Undir þessum lið sátu Jón Karl Ólafsson, Hjördís Þórhallsdóttir og Arnar Sigurðsson frá Ísavia, Ásgeir Örn Þorsteinsson og Hörður Guðmundsson frá Flugfélaginu Ernir, auk Svavars Atla Birgissonar og Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Rætt um fyrirkomulag flugs til Sauðárkróks sem hefst 1.desember n.k. og er tilraunaverkefni til 6 mánaða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 803. fundur - 30.11.2017

Lögð fram drög að samningi milli Isavia ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mönnun á björgunar- og slökkviþjónustu og vetrarþjónustu á Alexandersflugvelli frá 1. desember 2017 til 31. maí 2018. Einnig drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stuðnings um áætlunarflug í tilraunaskyni milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Styrkveitingin hefur stoð í viðaukasamningi við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019, dags. 26. október 2017. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 362. fundur - 13.12.2017

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 7. desmber sl.og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram drög að samningi milli Isavia ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mönnun á björgunar- og slökkviþjónustu og vetrarþjónustu á Alexandersflugvelli frá 1. desember 2017 til 31. maí 2018. Einnig drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stuðnings um áætlunarflug í tilraunaskyni milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Styrkveitingin hefur stoð í viðaukasamningi við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019, dags. 26. október 2017. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög."
Ofangreindur samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.