Fara í efni

Húsnæðisþing 2017

Málsnúmer 1710033

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Mánudaginn 16. október 2017 standa Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið fyrir fyrsta húsnæðisþinginu. Húsnæðisþingið verður haldið á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut á milli 10:00 og 16:30.

Húsnæðisþingið er vettvangur umræðu og samstarfs í húsnæðismálum og mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja þá sem koma að stjórnun húsnæðismála á Íslandi spurninga í pallborðsumræðum. Á þinginu verða meðal annars örinnlegg frá fólki sem þekkir húsnæðisvandann af eigin raun og fulltrúum þeirra sem eru að byggja húsnæði í dag. Þá verður fjallað um nýjar húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og kynnt verður ný könnun um stöðu fólks á leigumarkaði ásamt fleiru.

Byggðarráð hvetur alla sveitarstjórnarfulltrúa sem eiga heimangengt að fara.