Fara í efni

Friðlýsing Þjórsárvera

Málsnúmer 1710032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Lagt fram erindi frá umhverfis- og auðlindaráðherra um ákvörðun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Í kjölfar friðlýsingarinnar mun Umhverfisstofnun hefja undirbúning að vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið. Sú vinna mun fara fram í samvinnu við sveitarstjórnir á svæðinu í samræmi við ákvæði 81.gr.laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.
Byggðarráð ítrekar við umhverfis- og auðlindaráðherra að höfð verði náin samvinna við sveitarfélögin.