Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóð dagsettur 29.september s.l. þar sem sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016 í síðari úthlutun ársins 2017.
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða og fatlaða.
Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnframlag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett og er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríkisins.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur rennur út verður ekki tekin til umfjöllunar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða og fatlaða.
Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnframlag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett og er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríkisins.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur rennur út verður ekki tekin til umfjöllunar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.