Fara í efni

Umsagnarbeiðni vegna takmarkana á 7. gr laga um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 1709245

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Meðfylgjandi er beiðni frá Sjávarútvegsráðuneyti um umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða. Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.
Frestur er veittur til 16. okt. nk.
Þau sveitarfélög sem hyggjast veita umsögn eru beðin um að senda umsögn sína á hádegi 13. október í síðasta lagi.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.