Fara í efni

SÍBS líf og heilsa styrkbeiðni

Málsnúmer 1709202

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Vesturlands munu bjóða íbúum á Norðurlandi Vestra ókeypis heilsufarsmælingu 16-18 október næstkomandi. Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.
SÍBS óskar eftir styrk í verkefnið með stöku fjárframlagi 50 til 100 þúsund krónur.
Byggðarráð samþykkir að veita 50 þúsund krónur til verkefnisins.