Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 15.september 2017 um að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verði haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi. Húsnæðisþing er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðisstefnu stjórnvalda og þar verður farið yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Þá verða nýjustu rannsóknir á sviði húsnæðismála kynntar sem og mögulegar lausnir í húsnæðismálum. Á Húsnæðisþingi 2017 verður einnig farið sérstaklega yfir stöðu húsnæðissáttmála ríkisstjórnarinnar og eru sveitarfélög hvött til þess að taka daginn frá. ´ Byggðarráð hvetur þá sveitarstjórnarfulltrúa sem hafa tök á að mæta.
Byggðarráð hvetur þá sveitarstjórnarfulltrúa sem hafa tök á að mæta.