Varmahlíð landnúmer 146115 - Umsókn um lóðarstækkun
Málsnúmer 1708009
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 309. fundur - 13.09.2017
Þórólfur Gíslason sækir, fh. Kaupfélags Skagfirðinga, um um stækkun lóðar Kaupfélagsins í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi gögnum og afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Landslag efh. landslagsarkitektum og móttekin er hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa 15. ágúst sl. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar landeiganda, Varmahlíðarstjórnar, og jafnframt er óskað eftir viðræðum við umsækjanda um erindið.