Undanfarin þrjú ár hefur ríkið tekið þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar. Á fjárlögum fyrir þessi ár var gert ráð fyrir 30 milljónum á ári í verkefnið árin 2014-2016. Forsenda fjárveitingarinnar var að gerðir væru samningar við sveitarfélögin um endurgreiðslur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslan nemi allt að þriðjungi kostnaðar sveitarfélaga. Umhverfisstofnun hefur nú gert nýja áætlun til þriggja ára um refaveiðar fyrir árin 2017-2019. Markmiðið með áætluninni er að tryggja áfram upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmunaaðila. Þannig megi byggja upp enn betri grunn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref. Áætlunin byggir að stærstum hluta á fyrri áætlun og er í grunninn eins en lögð verður aukin áhersla á ákveðin atriði sem fjallað er um í áætluninni. Endurgreiðsla ríkisins á hluta kostnaðar við refaveiðar til sveitarfélaga byggir á að gerður verði samningur til þriggja ára í senn sem byggir á áætlun sveitarfélaga um að lágmarka það tjón til lengri tíma litið sem refurinn er talinn valda á landsvæði viðkomandi sveitarfélaga. Fyrir liggur áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem send var til Umhverfisstofnunar 14. ágúst sl.
Endurgreiðsla ríkisins á hluta kostnaðar við refaveiðar til sveitarfélaga byggir á að gerður verði samningur til þriggja ára í senn sem byggir á áætlun sveitarfélaga um að lágmarka það tjón til lengri tíma litið sem refurinn er talinn valda á landsvæði viðkomandi sveitarfélaga. Fyrir liggur áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem send var til Umhverfisstofnunar 14. ágúst sl.