Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um skóga og skógrækt
Málsnúmer 1705132
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 305. fundur - 24.05.2017
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál. Þar kemur fram að umsagnir um frumverpið þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk.
Skipulags- og byggingarnefnd - 306. fundur - 01.06.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.
Í frumvarpsdrögunum kemur fram að ráðherra leggi fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsáætlun í skógrækt eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Landsáætlunin skal innihalda stefnu stjórnvalda í skógrækt, tölusett markmið, ásamt stöðu og framtíðarhorfum fyrir skógrækt í landinu. Einnig að skógræktin skuli veita framlög til skógræktar og skjólbeltaræktar á lögbýlum eftir því sem fjárlög kveða á um hverju sinni. Ekki er, að mati skipulags- og byggingarnefndar, kveðið nægjanlega skýrt á um að skógræktaráætlanir skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélga, sem hafa skipulagsvaldið. Þá er ekki ljóst í frumvarpsdrögunum hvort skógrækt á lögbýlum sé hluti af landshlutaáætlunum í skógrækt.
Í frumvarpsdrögunum kemur fram að ráðherra leggi fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsáætlun í skógrækt eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Landsáætlunin skal innihalda stefnu stjórnvalda í skógrækt, tölusett markmið, ásamt stöðu og framtíðarhorfum fyrir skógrækt í landinu. Einnig að skógræktin skuli veita framlög til skógræktar og skjólbeltaræktar á lögbýlum eftir því sem fjárlög kveða á um hverju sinni. Ekki er, að mati skipulags- og byggingarnefndar, kveðið nægjanlega skýrt á um að skógræktaráætlanir skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélga, sem hafa skipulagsvaldið. Þá er ekki ljóst í frumvarpsdrögunum hvort skógrækt á lögbýlum sé hluti af landshlutaáætlunum í skógrækt.