Fara í efni

Starfsdagar í Ársölum 2018

Málsnúmer 1705098

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 121. fundur - 17.05.2017

Starfsfólk leikskólans Ársala hyggur á námsferð til Skotlands í júní 2018. Af því tilefni er óskað eftir heimild fræðslunefndar til að færa hluta af skipulagsdögum, sem alla jafna eru dreifðir yfir árið, saman, þannig að skipulagsdagar verði haldnir 4., 5. og 6. júní 2018. Jafnframt er óskað eftir heimild starfsmanna til að taka sér orlof 7. og 8. júní. Loka þyrfti leikskólanum í eina viku af þessu tilefni, þ.e. frá 4.-8. júní 2018. Nefndin samþykkir tillöguna en ítrekar að málið sé kynnt foreldrum rækilega í tíma.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.