Fara í efni

Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1702254

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 775. fundur - 23.02.2017

Bjarni Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Vísað frá 775. fundi byggðarráðs frá 23. febrúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning."Ofangreind drög að samkomulagi borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 784. fundur - 18.05.2017

Lagðar fram til kynningar bókanir sveitarstjórna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf um rekstur á Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34. fundur - 20.06.2017

Samstarfsnefnd sveitarfélaganna fagnar því að samkomulag um Náttúrustofu Norðurlands vestra sé orðið að veruleika. Sveitarfélögin sem standa að endurreisn Náttúrustofu eru Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra. Samstarfsnefnd beinir því til sveitarfélaganna að koma á fulltrúafundi hið fyrsta.