Samstarfssamningur við Flugu hf
Málsnúmer 1701251
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 780. fundur - 06.04.2017
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli Flugu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningstími er 1. janúar 2017 - 31. desember 2021. Árleg samningsgreiðsla er 6.600.000 kr. sem felur m.a. í sér afnot af reiðhöllinni fyrir barna- og unglingastarf auk starfsemi Iðju.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Flugu ehf.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Flugu ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindin sem koma aftur á dagskrá ráðsins þegar samningsdrög liggja fyrir. Byggðarráð setur þó skilyrði við þátttöku í viðhaldskostnaði að Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og Hestamannafélagið Skagfirðingur komi að því líka í hlutfalli við eignarhald líkt og sveitarfélagið.