Fara í efni

Rafbraut um Ísland

Málsnúmer 1701238

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 772. fundur - 26.01.2017

Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Orkusalan hefur afhent Sveitarfélaginu Skagafirði eina hleðslustöð sem verður staðsett á Sauðárkróki.

Byggðarráð þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina og mun finna hleðslustöðinni góðan stað.