Lagt fram bréf dagsett 3. október 2016 frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls. Fagnar deildin bókun byggðarráðs þann 29. september 2016 varðandi íþróttavöllinn á Sauðárkróki og lagningu gervigrass á hann. Hvetur knattspyrnudeildin til að verkefninu verði hraðað sem allra mest auk þess sem hún óskar eftir að fulltrúar hennar fái að koma að hönnun vallarins frá upphafi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þegar hönnunarferlið verður komið lengra mun byggðarráð óska eftir fundi með fulltrúum deildarinnar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þegar hönnunarferlið verður komið lengra mun byggðarráð óska eftir fundi með fulltrúum deildarinnar.