Fara í efni

Íþrótta-og leikjanámskeið í Fljótum. Umsókn um styrk

Málsnúmer 1603113

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 232. fundur - 05.04.2016

Lögð fram umsókn frá Arnþrúði Heimisdóttur, f.h. foreldrafélags Grunnskólans austan Vatna á Sólgörðum, um styrk að upphæð kr. 80.000 til að halda leikjanámskeið barna í Fljótum. Nefndin samþykkir umsóknina. Færist á gjaldalið 06390.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 232. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.