Fara í efni

Minjar á golfvelli Sauðárkróks

Málsnúmer 1502116

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 10.04.2015

Tekið fyrir erindi frá Golklúbbi Sauðárkróks um samstarf við sveitarfélagið við að auka aðgengileika að mannvistarleifum ofan svæðis golfklúbbsins. Nefndin tekur jákvætt í erindið en telur rétt að skoða það í samhengi við önnur umhverfis- og skipulagsmál á svæðinu og vísar erindinu áfram til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskað bókað að hún sitji hjá, en fulltrúi K lista sat ekki fundinn því hann hafði hafði ekki vitneskju um hann.