Fara í efni

Rekstrarstyrkur - Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 1406083

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 664. fundur - 12.06.2014

Lagt fram bréf frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins, dagsett 4. júní 2014, þar sem óskað er eftir 1.500.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2014. Fram kemur í bréfinu að væntingar stjórnarinnar um að fá rekstrarfé frá ríkinu líkt og fyrri ár munu ekki rætast.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 317. fundur - 18.06.2014

Afgreiðsla 664. fundar byggðarráðs staðfest á 317. fundi sveitarstjórnar 18. júni 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Lagt fram bréf frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins, dagsett 4. júní 2014, þar sem óskað er eftir 1.500.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2014. Fram kemur í bréfinu að væntingar stjórnarinnar um að fá rekstrarfé frá ríkinu líkt og fyrri ár munu ekki rætast. Frestað erindi frá 664. fundi ráðsins þann 12. júní 2014.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins styrk sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði eins starfsmanns frá 1. júní s.l. til loka ágúst 2014, allt að 800.000 kr.