Lagt fram bréf frá fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals þar sem nefndin segir af sér. Nefndarmenn, Bjarni Þórisson, Guðrún Þorvaldsdóttir og Jónas Einarsson komu á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Landbúnaðarnefnd tekur afsögn nefndarinnar til greina og þakkar þeim vel unnin störf. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni sínum, Arnóri Gunnarssyni, umsjón með afréttarmálum út kjörtímabilið.
Landbúnaðarnefnd tekur afsögn nefndarinnar til greina og þakkar þeim vel unnin störf.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni sínum, Arnóri Gunnarssyni, umsjón með afréttarmálum út kjörtímabilið.