Fara í efni

Félagsheimili í Skagafirði. Stöðuyfirlit apríl 2013.

Málsnúmer 1304365

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 66. fundur - 29.04.2013

Undir þessum dagskrárlið komu Katrín María Andrésdóttir og Ingibergur Guðmundsson starfsmenn SSNV og kynntu skýrslu sem þau unnu fyrir sveitarfélagið um félagsheimilin í eigu þess.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim Katrínu Maríu og Ingibergi fyrir vel unna skýrslu sem mun nýtast vel í skoðun og endurskipulagningu málefna félagsheimilanna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 66. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sigurjón Þórðarson óskar að bókað verði: Skýrslan er upplýsandi og vönduð og sýnir svo ekki verður um villst að Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að gera rækilega bragarbót á utanumhaldi um rekstur félagsheimilinna og koma eignarhaldi þeirra á hreint. Mikilvægt er að hefjast handa strax þannig að skýrslan rykfalli ekki upp í hillu en hætt er við að ef beðið er með að gera nauðsynlega tiltekt að þá úreldist skýrslan hratt og nýtist ekki sem skyldi.

Menningar- og kynningarnefnd - 67. fundur - 23.10.2013

Menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 verði lagt fjármagn til lögfræðilegrar aðstoðar við að skýra eignarhald á félagsheimilum og lóðum sem þau standa á, í samræmi við niðurstöður skýrslu um félagsheimili í Skagafirði, frá apríl 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 67. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.