Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."
Bjarni Jónsson Stefán Vagn Stefánsson"
Til máls tók Bjarni Jónsson með leyfi 1. varaforseta og fleiri ekki.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."
Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson"
Til máls tók Bjarni Jónsson með leyfi 1. varaforseta og fleiri ekki.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.