Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál 408

Málsnúmer 1202079

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 582. fundur - 09.02.2012

Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur), 408. mál.

Byggðarráð ítrekar eftirfarandi bókun ráðsins um stjórn fiskveiða frá 563. fundi, 18. ágúst 2011 og var staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2011.

"Byggðarráð samþykkir svohljóðandi bókun: Mikilvægt er að kveðið sé á um það í lögum að nytjastofnar við Ísland séu í óskoraðri þjóðareign og að réttur sjávarbyggða og íbúa þeirra verði tryggður gagnvart nýtingu auðlindarinnar. Þá þarf að vera tryggt að atvinnugreininni sé búið nauðsynlegt rekstraröryggi ásamt því að gætt sé að hagkvæmnissjónarmiðum í þeirri umgjörð sem sjávarútvegi er búin af hálfu stjórnvalda. Byggðaráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ekki verði gerðar neinar þær breytingar á lögum er varða sjávarútveg, sem er ein mikilvægasta atvinnugrein héraðsins, er orðið geti til að veikja stöðu byggðalagsins. Grundvallar markmið lagabreytinga þarf að vera að styrkja veiðar og vinnslu í sjávarbyggðum og auka búsetuöryggi á svæðum sem byggja afkomu sína að stóru leiti á sjávarútvegi."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 582. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.