Fara í efni

Umsókn um fjármagn til girðingaframkvæmda

Málsnúmer 1008142

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 17.08.2010

Lagt fram erindi frá stjórn Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að girða nýtt hvíldarhólf við Hvíteyrar, fyrir fjárrekstur. Notkun á þessu hólfi myndi stytta fjárreksturinn allt að 3 klst.

Landbúnaðarnefnd óskar eftir frekari upplýsingum s.s. um lengd girðingar og áætlaðan kostnað við uppsetningu hennar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 153. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.