Fara í efni

Dragnótaveiðar í Skagafirði

Málsnúmer 1003161

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 510. fundur - 18.03.2010

Lagt fram bréf frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Vísað er til fundar ráðsins þann 19. október 2004 og bókunar undir 5. lið dagskrár. Fyrir hönd útgerða í Grímsey sem hafa stundað dragnótaveiðar á Skagafirði, er óskað eftir fundi þar sem Grímseyingar fengju tækifæri til að skýra sjónarmið sín frekar.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir um dragnótaveiðar á Skagafirði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.