Fara í efni

Samningur um leigu á sundlaug til lengri tíma og leyfi fyrir rennibraut

Málsnúmer 0911006

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 496. fundur - 05.11.2009

Lagt fram bréf frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni þar sem hann óskar eftir langtímaleigusamningi um sundlaugina á Steinsstöðum eða fá hana til kaups. Þá óskar henn einnig eftir leyfi til að setja niður vatnsrennibraut við sundlaugina. Í bréfinu kemur líka fram að viðhald á sundlauginni er orðið mjög aðkallandi.

Byggðarráð óskar eftir að tæknideild sveitarfélagsins leggi mat á viðhaldsþörf mannvirkisins og kostnaðaráætlun vegna þess. Afgreiðslu erindisins frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 496. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.