Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði. Ný veglína
Málsnúmer 0809070
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Lagt fram á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 451. fundur - 23.10.2008
Lagt fram til kynningar bréf frá Leið ehf. þar sem fram koma óskir um upplýsingar og gögn frá sveitarfélaginu er varða skipulagsmál þess. Byggðarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa að svara bréfinu.
Skipulags- og byggingarnefnd - 157. fundur - 29.10.2008
Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði, ný veglína. Erindi Leiðar ehf. á dagskrá Byggðarráðs 2. okt. og 23. okt. sl., þar sem eftirfarandi er bókað. „Lagt fram til kynningar bréf frá Leið ehf. þar sem fram koma óskir um upplýsingar og gögn frá sveitarfélaginu er varða skipulagsmál þess. Byggðarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfinu.“ Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með drög að svari og erindinu frestað.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 157. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð hafnar hugmyndum fyrirtækisins þar sem meðal annars er gert ráð fyrir annarri veglínu í drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins.