Fara í efni

Flæðagerði keppnisvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0808011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Flæðagerði keppnisvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi. Guðmundur Sveinsson kt. 161060-4539, fh. Hestamannafélagsins Léttfeta, kt. 430269-7049 sækir með bréfi dagsettu 31. júlí sl. um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á hlaupabraut á velli félagsins við Flæðagerði á Sauðárkróki. Á framlögðum uppdrætti sem móttekinn er af byggingarfulltrúa 31. júlí sl. er gerð grein fyrir framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi.