Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

52124. fundur 22. maí 2007
 
 
            Ár 2007, þriðjudaginn 22. maí, kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
 
            Mætt voru:  Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað. Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
 
  1. Refa- og minkaveiðar
  2. Heiðadeild Veiðifél. Blöndu og Svartár
  3. Kröfur Óbyggðanefndar – undirb. Sveitarfélagsins
  4. Haraldur Jóhannsson – umsókn um land til leigu
  5. Bréf frá Æðarræktarfél. Skagafjarðar
  6. Bréf frá stjórn Húseyjarkvíslar (veiðifél.)
  7. Önnur mál.
 
Einar setti fund og kynnti dagskrá.
 
1.      Refa- og minkaveiði:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 gerir ráð fyrir að lækka þurfi kostnað miðað við ár 2006, fyrir veiðar á ref og mink um 1,5 millj.
Mikil umræða fór fram um fyrirkomulag veiðanna og ljóst er að þar þarf að finna upp hagkvæmara kerfi. Unnið skal að því að leggja fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir ref og mink og þar gert ráð fyrir að setja fram fast verð fyrir unnið dýr. Á sl. ári voru unnin 37 greni en greitt var fyrir leit í 216 grenjum.
Ákveðið var að boða veiðimenn til fundar við Landbúnaðarnefnd og ræða málin.
 
2.      Heiðadeild Veiðifél. Blöndu og Svartár:
Einar lagði fram ársreikning félagsins fyrir árið 2006, þá sagði Einar frá stjórnarfundi í félaginu, sem hann sat f.h. sveitarfélagsins. Þá lagði Einar fram samþykktir félagsins svo og tillögur um breytingar á samþykktum. Áætlað er að halda aðalfund í félaginu þ. 10. júní n.k. Landbúnaðarnefnd leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum verði Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Björn Ófeigsson og Björn Friðriksson.
 
3.      Kröfur Óbyggðanefndar – undirb. Sveitarfélagsins:
Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði úttekt á þeim landsvæðum og afréttarlöndum, sem tilheyra Sveitarfél. Skagafirði og gætu hugsanlega fallið undir kröfur Óbyggðanefndar.
Greinargerð:
Innan fárra mánaða mun Óbyggðanefnd setja fram kröfur ríkisins um þjóðlendur á Norð-vesturlandi. Hvaða svæði það verður hér í kringum Skagafjörð er óljóst. Landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að Sveitarfél. Skagafjörður hafi frumkvæði að gera könnun á hvaða lönd innan þess Óbyggðanefnd gæti gert kröfur í. Finna þarf öll landamerkjabréf, þinglýsingar og annað sem sannar eignarrétt sveitarfélagsins á umræddum löndum og afréttum og sýna það á kortum. Í framhaldinu gæti sveitarfélagið hugsanlega boðið öðrum landeigendum aðstoð, en víða liggja lönd sveitarfélagsins að landareignum einkaaðila. Landbúnaðarnefnd er tilbúin til frekari viðræðna um útfærslu á verkefninu.
 
4.      Erindi Haraldar Jóhannssonar um leigu á landi:
Landbúnaðarnefnd samþ. Formanni falið að ræða við fjallskilastjórn Hóla- og Viðvíkursveitar. Hafi hann ekkert að athuga við að landið sé leigt gangi hann, ásamt fjármálastjóra, til samninga við Harald.
 
5.      Bréf frá Æðarræktarfélagi Skagafjarðar.
Þar er óskað eftir samvinnu við Landbúnaðarnefnd um eyðingu á ref og mink í æðarvörpum í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd er tilbúin til samvinnu um þessi mál eins og verið hefur. Á sl. ári var greitt kr. 340.000 fyrir vörslu æðarvarpanna í Skagafirði. Samþ. var að taka upp viðræður við veiðimenn um áframhaldandi veiði í vörpunum.
 
6.      Bréf dags. 02.04.07 frá stjórn Veiðifélags Húseyjarkvíslar.
Þar er m.a. sagt frá aukinni veiði á búrmink. Þar er skorað á Landbúnaðarnefnd að beita sér af fullum þunga til þess að fá loðdýrabændur til þess að sinna vörsluskyldu sinni, sem þeir hafi á bústofni sínum.
Nefndin tekur undir áskorun Veiðifélagsins og minnir á nýútkomna reglugerð um dýrheldni loðdýrabúa. Erindið sent til Stjórnar fél. loðdýrabænda.
 
7.      Önnur mál – engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.