Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

49121. fundur 01. febrúar 2007
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 49 (121) – 01.02.2007

 
 
            Ár 2007, fimmtudaginn 1. febrúar kl. 16:00, var fundur settur og haldinn að Árgarði, Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Fundarboðendur: Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar. Boðaðir voru til þessa fundar bændur sem upprekstur eiga á Hofsafrétt. Fundarboðið var í samráði við Fjallskilastjórn Hofsafréttar.
 
Dagskrá
  1. Lögð fram til kynningar og samþykktar ný landbóta- og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt, sem samþykkt hefur verið af Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar og Landgræðslu ríkisins.
 
afgreiðslur
 
  1. Einar E. Einarsson, formaður Landb.nefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Einar fór yfir og útskýrði þann feril undanfarinna ára er varðaði málefni Hofsafréttar, landnýtingarþáttinn, lausagöngu hrossa á afréttinn sumarið 2006 svo og aðkomu Landgræðslu ríkisins að þessum málum.
 
Þá fór Einar nokkrum orðum um nýjan sauðfjársamning en í honum er vægi landbóta- og landnýtingarþáttarins aukið úr 26#PR í 42#PR. Einar sýndi, máli sínu til skýringar, greinargóðar glærur.
Einar fór einnig yfir bréf frá Landgræðslunni dags. 11. sept. 2006 til bænda á upprekstrarsvæði Hofsafréttar, þar sem Landgræðslan segir upp samningi um landbóta- og landnýtingaráætlun frá 30. apríl 2004.
Þá fór Einar yfir nýja samninginn lið fyrir lið. Tilgangur þessa fundar er að kynna samninginn og fá hann samþykktan af bændum.
 
Allfjörugar umræður fóru fram um afréttarmálin og nýja samninginn og fram komu ýmsar spurningar sem Landbúnaðarnefndarmenn svöruðu eftir bestu getu.
Fundarmenn voru sammála að skrifa undir framlagðan samning.
Undirritun fór ekki fram á þessum fundi.
Endurprenta þarf samninginn á löggiltan skjalapappír.
Starfsmaður nefndarinnar mun síðan heimsækja bændur og fá undirritun þeirra.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.
Einar E. Einarsson
Ingibjörg Hafstað
Sigríður Björnsdóttir