Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

55. fundur 14. ágúst 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 55 – 14.08.2000

 
            Ár 2000, mánudaginn 14. ágúst kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Jón Arnljótsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
 
DAGSKRÁ:
1.      Fundarsetning.
2.      Samningur um #GLAldamótaskóg#GL á Steinsstöðum.
3.      Kynnt mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagafirði.
4.      Bréf.
 
AFGREIÐSLUR:
 
  1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 
  1. Samningur um Aldamótaskóg á Steinsstöðum.
Á fundi nefndarinnar þ. 11. ág. sl. var afgreiðslu frestað. Landbúnaðarnefnd samþykkir að 13. grein samnings skuli vera svohljóðandi:
 #GLHluti hins afmarkaða lands, samkv. 1. gr., er í leigu  í dag. Eru það tún til slægna og land til beitar. Skuldbindur Sveitarfélagið Skagafjörður sig til að segja upp leigusamningi frá dags. 1. ág. 1999, sem varðar land til beitar, samkv. gildandi uppsagnarákvæðum hans. Túnin verða áfram nytjuð til slægna samkvæmt gildandi samningum þar um en öll búfjárbeit í  landinu er óheimil og skal landeigandi árétta það með viðaukasamningi við leigutaka túnanna.#GL
Landbúnaðarnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við samninginn.
 
Varðandi girðingarframkvæmdir, sem gerðar hafa verið á Steinsstöðum, samþykkir landbúnaðarnefnd eftirfarandi: Að færa beri eða fjarlægja girðingar, sem girtar hafa verið eftir túnum sem eru í  leigu á Steinsstöðum (meðfram vegi). Bent skal á að samkv. leigusamningi um túnin er girðingum umhverfis þau haldið við og þær eru að hluta til nýjar, þannig að ef til vill er óþarfi að girða nýja girðingu með veginum.  Þá ber að bjóða leigutaka að koma til móts við hann varðandi eftirgjald vegna skerðingar sem verður á leigulandinu vegna þessara aðgerða. Landbúnaðarnefnd átelur að ekki virðist liggja ljóst fyrir hvaða nefnd skuli fara með málefni jarða í eigu sveitarfélagsins. Draga þarf skýrari línur um verkaskiptingu milli nefnda varðandi málefni jarða og úthlutun lands úr jarðeignum sveitarfélagsins. Að fela einni og sömu nefndinni að fara með málefni jarða í eigu sveitarfélagsins er sjálfsögð leið til að bæta yfirsýn yfir jarðeignir sveitarfélagsins og nýtingu þeirra.
 
  1. Kynnt mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagafirði. Í framhaldi lagði formaður fram bréf, dags. 2. ág. 2000, frá Landbúnaðarráðuneyti til sveitarstjóra Snorra Bj. Sigurðssonar, þar er óskað eftir umsögn fyrir 16. ág. n.k. Með bréfinu, sem sveitarstjóri afh. formanni, fylgdu ýmis gögn varðandi jörðina Ríp I - III. Erindið barst það seint til landbúnaðarnefndar að hún telur ekki fært að afgreiða málið með svo skömmum fyrirvara og samþ. að óska eftir lengri fresti.
 
  1. Kynnt bréf: 
a)      Kynnt bréf, dags. 9. ág. 2000, undirritað af Sigfúsi Steindórssyni, er varðaði hrossarétt við Breiðagerði.
b)      Kynnt bréf, dags. 10. ág. 2000, undirritað af fjallskilastj. Deildardals, Kristjáni Jónssyni, er varðaði nánast ónothæfa fjárrétt á upprekstrar­svæði Deildardals.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12,45
 
Bjarni Egilsson                          Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Jón Arnljótsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason