Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

53. fundur 24. júlí 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 53 – 24.07.2000

 
            Ár 2000, mánudaginn 24. júlí kl. 1500 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Skr.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
 
DAGSKRÁ:
1.      Fundarsetning.
2.      Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjörður 2001-2003.
3.      Bréf - sjá trúnaðarbók -.
4.      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Bjarni kynnti bréf frá sveitarstjórn, dags. 21. júlí, þar sem óskað er umsagnar landbúnaðarnefndar um þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Í nefndu bréfi komu fram tvö atriði sem að landbúnaðarnefnd snýr.
1. liður bréfs: Lagt er til að hætt verði framlagi úr sveitarsjóði vegna landnýtingar­verkefnis, sem er í ár kr. 1.500.000.
#GLLandbúnaðarnefnd telur nauðsynlegt að ljúka því verki, sem þegar er í gangi, á fullnægjandi hátt og leggur til að veitt verði til verkefnisins: 2001 1milljón, 2002 500.000,-. 2002 verði staða verkefnisins metin með tilliti til þess að kortleggja allar jarðir í sveitarfélaginu. Landnýtingarkortin eru mikilvæg gögn, sem nýtast nú þegar á ýmsum sviðum, t.d. verkefnið bændur græða landið, skógræktarverkefnum, beitar­þolsmati, landamerki, afstöðumyndir o.fl.#GL
2. liður bréfs:  Þá er og ráð fyrir því gert að grenjavinnsla og eyðing minka lækki um 500.000,- á ári.
#GLLandbúnaðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi eyðingar refa og minka til að tryggja að ekki fjölgi dýrum á svæðinu. Fjölgun á ref getur bitnað harkalega á sauðfjárbændum og valdið þeim verulegum búsifjum auk þes sem hann veldur verulegum skaða í nytjavörpum. Minkur veldur verulegum skaða á fuglalífi þar sem hann nær að fjölga sér og einnig í ám og vötnum. Landbúnaðarnefnd fellst á 500 þús. kr. niðurskurð á málaflokknum og ætlar í framhaldi að leita leiða að hagræða í veiðunum og freista þess að bæta þannig nýtingu fjármagnsins.#GL
Landbúnaðarnefnd telur miður hvað hún fékk skamman tíma til að fjalla um þessi mál.
 
3.      Bréf - Sjá trúnaðarbók.
 
4.      Önnur mál, engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Bjarni Egilsson                                    Sigurður Haraldsson
Þórarinn Leifsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason
Smári Borgarsson
../ems