Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

46. fundur 03. maí 2023 kl. 14:00 - 15:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál 2303124 á dagskrá með afbrigðum.

1.Samkomulag um menningarhús í Skagafirði

Málsnúmer 1909244Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur.

Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfandi tillögu: Byggðaráð samþykkir að afgreiðslu Samkomulags um menningarhús á Sauðárkróki verði frestað þar til rekstraráætlun hefur verið gerð um fyrirhugaðan rekstur menningarhúss á Sauðárkróki.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans (B og D) gegn einu (Vg og óháð).

Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki raunhæft að gera fullmótaða rekstaráætlun fyrir þá starfsemi sem þarna mun fara fram að svo stöddu en ljóst er að hluti hennar mun leiða til hagræðingar í rekstri á meðal annars geymslum Hérðasskjalasafns og Byggðasafnsins. Rekstarfyrirkomulag á sjálfum sölunum og annarri aðstöðu tengdri menningarhúsinu verður síðan skoðaður þegar nær dregur en þar koma ýmsar leiðir til greina.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.

Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Íslandi

Málsnúmer 2304176Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi áskorun til formanns og stjórnar KSÍ:
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi.
Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns. Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla. Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum. Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF.
Byggðarráð Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka.
Byggðarráð Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.

3.Jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar

Málsnúmer 2305001Vakta málsnúmer

Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Nýlegar myndir sýna svo ekki er um villst að það er ekki spurning um hvort - heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar og fellur í sjó fram. Mælingar sem eru opinberar á heimasíðu Vegagerðarinnar sýna þannig færsluhraða á flötum við veginn sem nemur allt að 2,5 cm lóðrétt á dag og enn meiri láréttar færslur. Talið er að af þessum sökum verði veginum lokað mun oftar í framtíðinni en verið hefur vegna öryggisráðstafana og ekki er óraunhæft að fólk þurfti að horfast í augu við það að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á alþingismenn og innviðaráðherra að tryggja að undirbúningi og endanlegri hönnun jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna og veglagningu beggja vegna gangnamunna.

4.Aðstaða á Sauðárkróksvelli

Málsnúmer 2303280Vakta málsnúmer

Málið áður á 42. fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2023 og 43. fundi byggðarráðs þann 12. apríl 2023. Erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum.
Byggðarráð samþykkir að kaupa 10ft. húseiningu sem aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk. Áætlaður kostnaður með flutningi og uppsetningu 2,5 mkr. Fjármagnið tekið af fjárfestingafé eignasjóðs.

5.Nýr skjár í íþróttahúsið á Sauðárkróki

Málsnúmer 2304177Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í LED skjá í Íþróttahúsið á Sauðárkróki frá Exton.
Byggðarráð samþykkir kaupa og setja upp LED skjá í Íþróttahúsið á Sauðárkróki. Fjármagnið tekið af viðhaldsfé eignasjóðs.

6.Orkufundur 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2304150Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi Orkufund 2023, Samtaka orkusveitarfélaga, þann 10. maí 2023.

7.Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki

Málsnúmer 2303124Vakta málsnúmer

Lögð fram samstarfsyfirlýsing milli Skagafjarðar og Þórs Brynjarssonar ehf., Rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að 20 rafskútur komi í upphafi.
Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu.

8.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar)

Málsnúmer 2304152Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. maí nk.

9.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð

Málsnúmer 2304165Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.

10.Samráð; Valkostir og greining á vindorku - skýrsla starfshóps

Málsnúmer 2304134Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, "Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps".
Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.

11.Samráð; Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir

Málsnúmer 2304164Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, "Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir".
Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.

12.Orkuskipti - Samtal um nýtingu vindorku

Málsnúmer 2304123Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti varðandi "Vindorkufundi" þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.

13.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - Breytilegir útlánavextir verðtryggðra lána af eigin fé

Málsnúmer 2304149Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. varðandi breytingu á útlánavöxtum verðtryggða lána af eigin fé sjóðsins þann 1. maí 2023. Vextirnir verða 3,17%.

14.Fundagerðir NNV 2023

Málsnúmer 2301008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra þann 25. apríl 2023.

Fundi slitið - kl. 15:18.