Fara í efni

Fjölmenni á fyrirlestrinum "Sigrum streituna"

31.10.2019

Fyrirlesturinn "Sigrum streituna" með fyrirlesaranum Sölva Tryggvasyni var haldin í gær í sal Árskóla. Var þetta fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði og fór viðburðurinn fram úr björtustu vonum.
Fyrirlesturinn var opinn öllum og mættu um 150 manns á viðburðinn. 

Fyrirlesturinn er byggður á bók sem Sölvi Tryggvason gaf út nýverið sem ber heitið "Á eigin skinni" þar sem Sölvi fer yfir þær aðferðir sem hann hefur prófað til að ná betri heilsu.

Í byrjun fyrirlestrarins var verkefni Heilsueflandi Samfélag - Skagafjörður kynnt og rætt um framgang verkefnisins. Fulltrúar stýrihóps verkefnisins voru kynntir en í stýrihóp sitja:

Þorvaldur Gröndal
Sigfús Ólafur Guðmundsson
Elín Árdís Björnsdóttir
Kristján Bjarni Halldórsson
Karl Lúðvíkssons
Árni Stefánsson
Pálína Hildur Sigurðardóttir 
Sigurlína Hrönn Einarsdóttir

Framundan er vinna í stefnumótun og kortlagningu á því sem er verið að gera í Skagafirði sem tengist Heilsueflandi samfélagi. Stýrihópurinn vill þakka kærlega fyrir frábærar móttökur á fyrsta viðburði verkefnisins.