Fara í efni

Alþjóðlegi safnadagurinn í Glaumbæ

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur 18. maí. Af þessu tilefni verður frítt að heimsækja Byggðasafnið sem verður opið kl. 11-15. Hægt verður að skoða sýningarnar í Glaumbæ og Gilsstofu og fara í safnabingóið okkar, þá verður opið í kaffistofunni í Áshúsi. Boðið er upp á leiðsögn um safnið kl. 12.
Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.