Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

108. fundur 24. mars 2015 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
  • Björg Baldursdóttir varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Ingvar Páll Ingvarsson, verkefnastjóri veitu- og framkvæmdasviði, sat fundinn undir 1. lið.

1.Flokkun hálendisvega.

Málsnúmer 1210290Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn tillaga vegna flokkun hálendisvega innan miðhálendislínu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Flokkunin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Til grundvallar flokkuninni liggja kort annars vegar frá Landmælingum Íslands sem sýna núverandi skráða slóða og hins vegar innmældir slóðar frá Ferðaklúbbnum 4x4.
Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins boðuðu hagsmunaaðila á fund þann 16. mars sl. og komu fundarmenn sér saman um flokkun hálendisvega í þrjá flokka; opinn vegur, lokaður vegur og vegur með tímabundin eða takmörkuð not.
Nefndin samþykkir flokkunina eins og hún er lögð fyrir í fundargerð.

2.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2015

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 371., 372., og 373. funda Hafnasambands Íslands frá 16. janúar, 13. febrúar og 13. mars 2015 lagðar fram til kynningar.

3.Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2015

Málsnúmer 1410189Vakta málsnúmer

Lagt var fram til samþykktar tillaga frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnarverði, vegna breytinga á gjaldskrá Skagafjarðarhafna.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum;
Dagvinna; útseldur tími hækkar úr 2.790.- kr/klst. í 3.650.- kr/klst.
Yfirvinna; óbreyttur 4.720.- kr/klst.
Stórhátíðaryfirvinna; útseldur tími hækkar úr 5.788.- kr/klst. í 7.150.- kr/klst.

Nefndin samþykkir gjaldskrárbreytingu fyrir sitt leyti.

4.Úrgangsmál á Norðurlandi

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Formaður nefndar fór yfir minnispunkta frá fundi um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi sem haldinn var 11. febrúar sl.
Á fundinum var farið yfir vinnu við gerð svæðisáætlunar í úrgangsmálum sem unnið hefur verið að frá árinu 2012. Á fundinum var kynnt skýrsla þar sem dregin er saman vinna við gerð svæðisáætlunar, en að gerð hennar koma 18 sveitarfélög á Norðurlandi.
Ákveðið var á fundinum að skipa vinnuhóp sem hefði m.a. það hlutverk að ræða við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málaflokknum.

5.Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur 2015

Málsnúmer 1503180Vakta málsnúmer

Farið var almennt yfir stöðu mála varðandi gámasvæði í dreifbýli. Ákveðið var að vinna að hönnun á endurbættum gámasvæðum og leggja fyrir næsta fund.

6.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks vegna samfélagsverkefnisins Litli Skógurinn okkar.
Formaður leggur til að fá Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, á næsta fund nefndarinnar til að ræða um verkefnið ásamt verkefnum sumarsins.

7.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um stjórn vatnamála

Málsnúmer 1502086Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um stjórn vatnamála.

Fundi slitið - kl. 16:15.