Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

38. fundur 21. mars 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Þórunn Eyjólfsdóttir aðalm.
  • Þorkell Gíslason fulltrúi akrahrepps
  • Hrefna Jóhannesdóttir oddviti akrahrepps
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Þjónustusamningur drög

Málsnúmer 1801228Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir uppfærð drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd sameiginlegra verkefna.
Nefndin samþykkir að vinna áfram að samningnum.

2.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmyndir að rekstri heilsdagsskóla í Varmahlíð. Samstarfsnefnd tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna hana áfram og afla frekari gagna.

3.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer

Rætt um úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Gunnar Gíslason er að vinna að. Nefndin telur brýnt að unnið verði að uppbyggingu í húsnæðismálum leik- og grunnskóla í Varmahlíð þannig að blómlegt skólastarf þrifist þar til framtíðar.

4.Ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1902018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla og svar oddvita Akrahrepps og sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar við henni.

Fundi slitið - kl. 18:00.